0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Sigga: Ég hef alltaf haft gaman af handavinnu, ég saumaði til dæmis rúmteppið okkar, mér fannst þetta svo skemmtilegt mynstur.
Birna: Þið Yngvi eruð búin að vera saman í 60 ár, hver er lykillinn svona löngu hjónabandi?
Sigga: Ég veit það ekki, okkur finnst voða gott að vera saman og höfum mörg sömu áhugamál. Við förum í sund á hverjum degi og göngum í kringum Hvaleyrarvatn næstum daglega, sama hvernig viðrar. Ég var 17 ára þegar að ég gifti mig. Við þurftum að fá samþykkiapproval forseta til að fá að gifta okkur. Hann Yngvi var 21 árs. Við erum búin að vera gift í 60 ár.
Birna: Hvernig kynntust þið?
Sigga: Við sáum hvort annað fyrst á Bankastrætinu. Ég var 14 ára að labba niður götuna nýkomin úr berjamó og Yngvi var að keyra upp. Nokkrum árum síðar vorum við í partíi í sumarbústað hjá sameiginlegum vini okkar og síðan þá höfum við verið saman.
Birna: Ertu enn ástfangin af honum?
Sigga: , mér finnst hann enn mjög huggulegurgood-looking[a] maður.

Text and images by
Birna Ketilsdóttir Schram