0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Sigga klæðir sig í svartan bol og sokkabuxur og bindur utan um sig ballettpils. Hún setur hárið í hnút og skellir á sig rauðum varalit. Hún er að fara á ballettæfingu með balletthópnum sem nefnist Silfursvanirnir en þær eru allar yfir sextíu og fimm ára.
Sigga: Ég var í ballett í Þjóðleikhúsinu þegar ég var yngri, svo ég þetta auglýst í vetur og ákvað að skella mér. Við erum í tímum tvisvar í viku. Ég er aldrei hressari en eftir balletttíma, það er skemmtilegt og endurnærandi. Og svo er tónlistin í tímunum svo dásamleg. Verst hvað maður er orðinn feitur.
Við skellum okkur í bílinn og keyrum á ballettæfinguna í Skipholtinu. Við tekur stór hópur af svartklæddum ballerínum og æfingin hefst, þær eru að halda sýningu um helgina og þurfa að æfa vel innkomu og útgöngu af sviði. Sjálf hætti ég í ballett þegar ég var 16 ára og hef staðið í þeirri trú að minn ferill í ballett væri grafinn og gleymdur. Þegar ég fylgist með æfingunni finn ég fyrir tilhlökkun og óþreyjuimpatience í líkamanum. Ég hlakka til verða sjötug, þá ætla ég að mæta á ballettæfingar, setja á mig rauðan varalit, hitta vinina á hverjum degi í sundi og lesa allar bækurnar sem liggja á náttborðinu mínu.
Text and images by
Birna Ketilsdóttir Schram