0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Íris: Einhvern tímann þurfum við síðan vinna á sumrin og þá fáum við ekkert sumarfrí.
Hildur: Ég verð samt í skemmtilegri vinnu, að sinna hestunum.
Íris: Þú veist þú færð ekki borgað fyrir það.
Hildur: Nei, mér er alveg sama, það er allavega vinna.
Eva: Sumarfríið er bara svo skemmtilegt, stundum hittumst við klukkan ellefu og erum úti til tíu um kvöldið.
Íris: Svo steinsofnar maður á kvöldin, búin að bretta um allan bæinn.
Hildur: Spyrja eftir stelpunum, fara á trampólínið og í sund.
Íris: Það vantar samt fleiri sundlaugar í miðbæinn, það er bara Sundhöllin.
Eva: Hún er alveg glötuð.
Hildur: Það er alveg margt sem vantar hérna.
Eva: Eins og hvað?
Hildur: Æi, maður sér svona hluti en gleymir þeim strax.
Íris: Það mætti t.d. vera hreinna í bænum. Eins og um helgar eftir að fólk er búið að vera í bænum þá eru bjórflöskur úti um allt.“
Hildur: Og sígarettur.
Eva: Það mættu líka vera fleiri hjólastígar en þessir nýju eru mjög þægilegir.
Hildur: Mér finnst vanta fleiri staði eins og þennan, til þess að setjast niður og slaka á.
Íris: Það eru oftast bara rólóar sem eru bara fyrir litla krakka, ekkert fyrir okkur hin.