0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Um nóttina leggja Njálssynir og Mörður af stað til Höskuldar. Þegar þeir koma er Höskuldur að vinna úti í garði. Veðrið er gott.
Skarphéðinn hleypur til Höskuldar. Reyndu ekki flýjaflee.“ segir Skarphéðinn og heggur höfuðið af Höskuldi. Bræður Skarphéðins koma og stinga Höskuld með sverðunum sínum.
Svo fara þeir heim til sín. Þeir segja pabba sínum hvað gerðist.
Er ekki í lagi með ykkur?“ segir Njáll. Hvernig getið þið gert mér þetta? Ég hefði frekar viljað missa tvo syni mína heldur en að missa Höskuld.“
Þú ert orðinn gamall maður“, segir Skarphéðinn, „og þess vegna þykir þér þetta leitt.“
Nei, það er ekki bara vegna þess“, segir Njáll, „heldur ég til hvers þetta mun leiða.“
Og hvað er það?“ spyr Skarphéðinn.
Þetta mun leiða til dauða míns,“ svarar Njáll, „dauða konu minnar og dauða allra sona minna.“