0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Húsið brennur áfram. Menn Flosa henda vopnum í Njálssyni, en Njálssynir henda vopnunum bara til baka. Hættið þessu, strákar.“ segir Flosi við menn sína. Eldurinn drepur þá bráðum.“
Inni í húsinu með Njálssonum er vinur þeirra, Kári. Kári tekur brennandi viðarkubba block of wood og kastar honum út á menn Flosa. Þeir hlaupa í burtu. Kári notar tækifærið til að hlaupa út úr brennandi húsinu. Eldurinn kemst í hárið hans og fötin hans. Kári hleypur eins hratt og hann getur, menn Flosa taka ekki eftir honum vegna reyksins. Kári hleypur þangað til hann kemur læk. Hann stekkur ofan í lækinn.
Skarphéðinn reynir að komast út úr húsinu eins og Kári, en hann nær því ekki. Það er reykur út um allt. Gunnar, vinur Flosa, stendur fyrir utan og fylgist með. Æ, ertu farinn að gráta, Skarphéðinn?“ spyr Gunnar.
Nei nei, það er bara smá reykur í augunum á mér.“ svarar Skarphéðinn.
Gunnar fer að hlæja. Ég hef ekki hlegið síðan þú drapst frænda minn hann Þráinn.“ segir hann.
Jæja, hérna færðu þá minjagrip.“ segir Skarphéðinn. Hann tekur tönn upp úr vasanum sínum, tönn sem hann hafði tekið úr Þráni þegar hann drap hann. Skarphéðinn kastar tönninni í Gunnar og tönnin fer beint í augað á honum.
Skarphéðinn reynir aftur að komast út úr húsinu. Hann tekur í höndina á bróður sínum og þeir reyna að komast í gegnum eldinn. Það heyrist hátt hljóð og þakið hrynurcollapses.
Flosi og menn hans standa og horfa á eldinn til morguns.