0% known
Click on words to see their translations.
This is an article published in 2014 by the online magazine Blær (the name meaning “a gentle breeze”). Their articles focus on the charming aspects of everyday life in Iceland.
▶ Play

Vinkonur vors
og blóma[a]

Íris, Eva og Hildur ræða borgarmál, gamla fólkið á Facebook og skort á sundlaugum miðsvæðis.

Ég sat á kaffihúsi þegar ég tók eftir þeim Írisi, Evu og Hildi, tíu ára, rúlla niður Frakkastíginn á hjólabrettunum sínum. Þegar ég var á þeirra aldri voru hjólabretti fyrir stráka og kannski þess vegna sem þær vöktu athygli mína. Ákveðin að hafa uppi á þeim og forvitnast um þetta eitursvala[b] miðbæjargengi fann ég þær í gegnum samstarfskonu vinkonu minnar. Þegar ég hitti á þær voru stelpurnar nýkomnar úr Hljómskálagarðinum að njóta síðustu daga sumarfrísins á hjólabrettunum sem þær kallapenny boards“. Hjólabrettið er þeirra helsti samgöngumáti og þekkja þær orðiðby now[c] götur miðbæjarins inn og út. Saman ræða þær um miðbæinn og samgöngur, gamla fólkið á Facebook og skort á sundlaugum í miðborginni.