Click on words to see their translations.
▶ Play

Pípulækningar[a]

eftir [[Magnús Jochum Pálsson
Ég hef misst alla trú á því að leita til lækna þegar eitthvað kemur fyrir mig. Ég aldrei neinar útskýringar eða lækningu við þeim kvillum sem hrjá mig. Læknarnir yppa bara öxlum og segja mér að fara heim, sjá hvort ég lagist ekki. Síðan borga ég þeim svívirðilegar upphæðir fyrir ekkert.
Nýlega hef ég tekið upp á því að hringja í iðnaðarmenn í staðinn. Þannig get ég bæði látið gera við húsið og fengið læknisfræðilegt álit. Ég fékk til mín pípara í síðustu viku sem lagaði vaskinn og gaf mér helvíti góð ráð við bakverk sem var að plaga mig.