Articles:Ylhýra

Ylhýra is a collection of Icelandic texts where translations are shown for each word, allowing you to read authentic texts with ease.
Ylhyra demo.gif


Ánamaðkar

Í dag hefur rignt klukkustundum saman. Stórir pollar þekja göturnar og moldin gegnsósa af vatni. Hamfaranna vegna neyðast ánamaðkarnir til að flýja heimili sín. Við tekur langt og strangt ferðalag. Flestir drukkna á leiðinni en einhverjir komast alla leið upp á yfirborðið. Þar bíða þeirra mun hræðilegri örlög en drukknun.

Á yfirborðinu taka á móti þeim litlir barnaputtar. Börnin hafa enga samúð með slepjulegum félögum sínum og hrifsa þá til sín. Síðan slíta þau maðkana í sundur eða kremja þá undir sólum kuldaskónna.

Blær Vinkonur vors og blóma 930 words  • 9 minutes  • Reading level: B1

Blær Fyrst við erum hérna 1,200 words  • 13 minutes  • Reading level: B2

Blær Egg í áskrift 1,000 words  • 13 minutes  • Reading level: B2

Blær Silfur svanurinn 1,100 words  • 10 minutes  • Reading level: B1

Videos

More videos


Rok er svarti sauðurinn í veðurfjölskyldunni.

Pípulækningar[1]

Ég hef misst alla trú á því að leita til lækna þegar eitthvað kemur fyrir mig. Ég fæ aldrei neinar útskýringar eða lækningu við þeim kvillum sem hrjá mig. Læknarnir yppa bara öxlum og segja mér að fara heim, sjá hvort ég lagist ekki. Síðan borga ég þeim svívirðilegar upphæðir fyrir ekkert.

Nýlega hef ég tekið upp á því að hringja í iðnaðarmenn í staðinn. Þannig get ég bæði látið gera við húsið og fengið læknisfræðilegt álit. Ég fékk til mín pípara í síðustu viku sem lagaði vaskinn og gaf mér helvíti góð ráð við bakverk sem var að plaga mig.
  1. The title of this piece is a wordplay on the word pípulagningar (plumbing) and lækningar (practice of medicine).

Ákveðinn sigur þegar innfæddir halda að þú talir mállýsku frá framandi landshluta heldur en að þú sért útlendingur.
Það þarf engar siðareglur á Alþingi. Bara ef alþingismenn læsu nú saman Hávamál í byrjun þings. Það myndi nægja.
Jóhann Sigurjónsson (1880–1919)

"Sofðu unga ástin mín" by Jóhann Sigurjónsson (1880–1919) is a lullaby that all parents sing for their children. You can listen to the song version here: Version 1, Version 2.

Sofðu, unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.


Að banna lausagöngu katta er fáránleg hugmynd en hins vegar mætti alveg endurskoða lausagöngu barna.The name Ylhýra

The word "ylhýra" means "warm and affectionate", but now it is most commonly used as a part of an allusion meaning "the Icelandic language".

That meaning comes from a poem written by Jónas Hallgrímsson in 1843. The poem goes like this:

Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.

This is a romanticist poem about the mother tongue, about how Jónas loves its warmth and affection.

Today, when someone says "Norsku krakkarnir eru að syngja á okkar ástkæra ylhýra", it is a poetic and somewhat humorous way of saying "The Norwegian kids are singing in Icelandic".