Level B1
0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Ef þú hefur farið í útilegu á Íslandi eða kíkt á útihátíð hefurðu séð fólk í peysum sem eru prjónaðar úr ull. Þessar peysur heita lopapeysur. Þær eru vanalega brúnar, gráar eða svartar og með mynstri sem fer svona í hring í kringum axlirnar á manni. Lopapeysur eru þykkar og hlýjar og þess vegna er mjög gott að eiga lopapeysu þegar maður fer í útilegu.
Lopapeysuhönnunin varð til í kringum miðja síðustu öld. Þó að hönnunin ekki svo gömul þykir mörgum Íslendingum vænt um lopapeysuna, hún er svo skemmtilega gamaldags.
Margir prjóna peysur á fjölskyldumeðlimi sína. Meira að segja sumir unglingar prjóna lopapeysur. Ef þú ert að leita þér nýju áhugamáli væri það ágæt hugmynd að kíkja á YouTube og læra að prjóna.