Level B2
0% known
Click on words to see their translations.
grip
það er svo hljótt
en samt mannmergð
verðirnir hringsóla um mig
og sjá mig aldrei
ég er ósýnileg
og berst um í tóminu
en
það væri svo margt sem þið gætuð skammað mig fyrir
ég lofa;
hafa ekki lært,
vera með bjór,
lesa íslenska bók,
vilja fara héðan,
en geta það ekki,
því hún er föst í meintum draumi
föst á milli svefns og vöku
! hvort er þetta draumur eða martröð?
þegar á honum stendur gerir hún engan greinarmun
tekin föst en stendur á sama
manneskjur úr fortíðinni sem ofsækja hana hvert sem hún fer
og núna er hún gráðuga, vill alltaf meira en óttast það
grípa í tómt
Imba wrote the poetry collection „Beinabrautin“ in 2018. You can call the automatic answering machine +354-539-3191 to listen to them. She writes in lowercase for stylistic reasons.