Level B1
Click on words to see their translations.
▶ Play
afi
fyrir nokkrum vikum síðan
þá birtistu mér í draumi
þú sagðir: „minning mín er blessun í lífi ykkar
ó hvað ég vissi samstundis mig væri að dreyma,
því þú hefðir svo sannarlega aldrei sagt neitt svona lagað
þú hefðir miklu heldur glott heima í lazy boy stólnum þínum og spurt:
ertu komin með nýjan? og er hann sætur?“
hefðir miklu heldur staðið upp og kallað:
fáðu þér fiskibollur! það er til kaffi og kaka líka!“
hefðir miklu heldur öskrað í umferðinni,
keyrandi hægar en ég í fyrsta ökutímanum mínum:
farðu til fjandans, helvítið þitt!“
en þú hefðir líka brosað svo fallega þegar barn kæmi inn um dyrnar
og þannig lét ég þig brosa í nokkrar mínútur
alveg þangað til ég neyddist til þess að vakna
með tárin í augunum
með þig í huganum
Imba wrote the poetry collection „Beinabrautin“ in 2018. You can call the automatic answering machine +354-539-3191 to listen to them. She writes in lowercase for stylistic reasons.