Level A1
0% known
Click on words to see their translations.

Færeyjar

▶ Play
Færeyjar eru eyjar sem eru á milli Íslands og Skotlands. Þær eru hluti af Danmörku. Það búa ekki margir í Færeyjum, bara fimmtíu þúsund manns.
Í Færeyjum talar fólk færeysku. Færeyska er mjög lík íslensku, en við Íslendingar skiljum Færeyinga ekki þegar þeir tala, bara þegar þeir skrifa. Við skiljum samt ekki allt sem þeir skrifa af því að þeir nota ekki alveg sömu orð. Stundum nota þeir dönsk orð og oft nota þeir orð sem Íslendingum finnst ótrúlega fyndin.
Svona hljómar íslenska:
  • ▶ Play Ég skil þig ekki.
Og svona hljómar færeyska:
  • ▶ Play Eg skilji teg ikki.
Mér finnst Færeyingar vera eins og litlu frændur okkar af því að þeir eru svo nálægt okkur. Það er gaman að tala við þá og við hugsum eins. En það eru samt ekki mikil samskipticommunication á milli Íslands og Færeyja, ég veit ekki af hverju. Kannski af því að það kostar svo mikið að fljúga á milli.