Level A2
0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Harðfiskur er fiskur sem er búið þurrka. Þess vegna er hann harður.
Harðfiskur er svolítið eins ogbeef jerkysem Ameríkanar borða, nema það er ekki búið bæta við salti, sykri eða neinu öðru, þetta er bara þurr fiskur.
Oft borðar maður harðfisk með smjöri. Það eru líka til litlir harðfiskbitar sem maður þarf ekki setja smjör á, þeir eru eins og snakk.
Það er mjög gott eiga harðfisk þegar maður fer í útilegu eða fjallgöngu. Harðfiskur er áttatíu prósent prótein svo að maður þarf ekki borða mikið til að verða saddur.
Öllum finnst harðfiskur góður, en það er því miður ekki hægt borða harðfisk í skólanum eða í vinnunni af því að það er svo sterk lykt af honum. Lyktin er ekki vond, hún er bara sterk.