0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Flosi er enn mjög reiður yfir þessu máli sem gerðist á Alþingi og hann ákveður að drepa Njálssyni. Hann safnar saman vinum sínum og þeir leggja af stað heim til Njáls.
Njáll stendur fyrir utan húsið sitt þegar hann sér mennina koma. Synir hans ná í vopn og þeir byrja að berjast. Þeir berjast mjög vel. Margir menn Flosa slasast illa.
Þetta er ekkert að ganga hjá okkur,“ segir Flosi. Þeir berjast of vel. Það er tvennt í stöðunni: Annaðhvort að hætta við (sem leiðir til þess við verðum allir drepnir) eða þá að brenna þá inni.“
Menn Flosa reyna að kveikja í húsinu. Það gengur ekki vel.
Jæja, strákar, eruð þið að reyna að kveikja í húsinu eða eruð þið að reyna að búa til súpu?“ spyr Skarphéðinn í gríni á meðan konurnar á heimilinu henda vatni og mjólk á eldinn.
menn Flosa í hey og kveikja í því. Það gengur miklu betur og þeir að kveikja í húsinu.
Verið róleg.“ segir Njáll við fólkið á heimilinu. Guð er góður, hann lætur okkur ekki bæði brenna í þessu lífi og því næsta.“