0% known
Click on words to see their translations.
▶ Play
Tíminn líður hratt og er Höskuldur orðinn unglingur. Hann er sterkur, fallegur og vinsæll.
Höskuldur, ég vil finna handa þér konu“, segir Njáll.
Það hljómar ekki illa.“ segir Höskuldur.
Ég veit um eina góða konu. Hún heitir Hildigunnur og er litla frænka hans Flosa. Hún er gullfalleg kona, en hún getur verið dálítið erfið.“ segir Njáll.
Jæja, ég treysti þér til að velja fyrir mig.“ svarar Höskuldur.
Njáll fer í heimsókn til Flosa til þess að ræða þessa hugmynd. Flosi tekur vel í hugmyndina og segir frænku sinni frá henni.
Hildigunnur mín. Höskuldur, strákurinn sem býr hjá Njáli, vill giftast þér. Líst þér ekki vel á það?“ spyr Flosi.
Höskuldur? En hann á ekkert goðorðchieftainship! Ég vil að giftast einhverjum með goðorð, þú varst búinn að lofa mér því!“ segir Hildigunnur.
Njáll svarar: „Ég get reynt að redda goðorði fyrir hann Höskuld minn, en þið verðið að gefa mér smá tíma.“
Já já, við getum alveg beðið.“ svarar Flosi.
fer Njáll heim og reynir að finna einhvern sem er til í að selja Höskuldi goðorð. Enginn vill selja goðorðið sitt, svo að næsta sumar fer Njáll á Alþingi og lætur breyta lögunum til að búa til nýtt goðorð.
Þannig fær Höskuldur goðorð. Hildigunnur og Höskuldur giftast og Njáll kaupir handa þeim land.